148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:22]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get auðvitað ekki tekið undir þessa umsögn hv. þingmanns og nefndarmanns í hv. fjárlaganefnd, en ég þakka spurninguna sem hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson kemur hér með.

Í umsögnum um málið voru ábendingar fjármálaráðs mjög gagnlegar. Þær voru enginn áfellisdómur um stefnuna. En ef ég dreg saman þær umsagnir sem komu var bent á að það væri mögulega ekki nægilegt aðhald, en hér er mikil krafa um innviðafjárfestingu. Það var talað um að spá Hagstofunnar væri kannski fullbjartsýn, en stefnan verður að byggja á spám. Það var bent á það í nokkrum umsögnum að umsvif hins opinbera hefðu verið að aukast (Forseti hringir.) á undangengnum árum. Þetta er samandregið sú gagnrýni sem kom fram í umsögnum.