148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:35]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er rétt, það lofuðu allir flokkar því að fara í aukna innviðauppbyggingu en margir þeirra höfðu þá framsýni á toppi hagsveiflunnar að ætla að afla tekna fyrir þeim en ekki ganga á einhvern afgang sem getur svo horfið.

Mig langar aðeins að spyrja vegna þess að þessi stjórn er mynduð um að auka völd þingsins: Þegar maður les nefndarálitið og ábendingar frá fjármálaráði er ítrekað talað um ráðuneytið; ráðuneytið tekur að hluta undir, ráðuneytið hefur enn ekki tekið afstöðu, ráðuneytið hefur ekki ákveðið hvort og hvenær. Er nefndin einhver stimpilstofnun fyrir ráðuneytið? Kom til greina að fá bara umsögn, nefndarálitið með frumvarpinu kannski? Væri ekki gaman að fá frá hv. formanni hvert álit nefndarinnar, sem kemur fram í nefndarálitinu, er, en ekki ráðuneytisins? Það hlýtur bara að koma fram annars staðar.