148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[19:00]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé alger óþarfi að gera hæstv. fjármálaráðherra rúmrusk á þessu ágæta kvöldi. Það er einsýnt að taka þurfi fyrir frávísunartillögu hv. þm. Björns Levís Gunnarssonar og í þeirri frávísunartillögu er lagt til að hæstv. fjármálaráðherra fái þessa fjármálastefnu aftur í fangið og vinni hana einfaldlega betur. Það er því óþarfi að eiga orðastað við hæstv. fjármálaráðherra af því að við erum að óska eftir því að hann vinni þetta einfaldlega betur, þá þarf hann ekkert að koma hingað til þess að ræða við þingheim um þetta. Ég held að það sé mun vænlegra til árangurs þar sem um fimm ára stefnu er að ræða að við vísum þessu aftur heim til ríkisstjórnarinnar svo við fáum faglega úrvinnslu á þessu áður en málið verður tekið endanlega til afgreiðslu.