148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

almenn hegningarlög.

10. mál
[20:54]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hérna um árið var ákveðin herferð í gangi sem kallaðist Fáðu já. Þetta frumvarp er einfaldlega í anda þess átaks og ég fagna því mjög. Athugasemdirnar sem ég hef um það eru mjög fáar og stuttar.

Það er mjög mikill munur þegar brotaþoli er spurður: Sagðir þú nei? og að spyrja brotaþola: Sagðir þú já? Ég ætla að leyfa fólki að skilja það sjálft. Mín megin þarfnast það ekki útskýringa.

Það sem mér finnst athyglisverðast við frumvarpið tengist ákveðnu orðatiltæki sem ég er ekki mjög sammála: Þögn er sama og samþykki. En með þessu er einfaldlega verið að segja að þögn er ekki það sama og samþykki.