148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[22:01]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef eina spurningu fyrir hv. þingmann varðandi skattalækkanir. Hann fer hér mikinn um að ekki sé rétt að fara í neinar skattalækkanir núna en gefur sig þó þegar nefndir eru ákveðnir skattar, en það stendur svo sem ekkert í álitinu hverjar tillögur Samfylkingarinnar eru. En þá spyr ég hv. þingmann: Hvenær má lækka skatta? Ekki gerði Samfylkingin það þegar hún tók við og fór í ríkisstjórn sjálf. Þegar illa áraði hækkaði hún skatta og breytti skattkerfinu 112 sinnum. Það var líka stöðnun í uppbyggingu sem vel má sjá t.d. í vegamálum í dag.

Við höfum háa skattheimtu en það má aldrei lækka skatta. Ekki blekkja með því að segja að nú sé ekki rétti tíminn, það virðist vera stefna Samfylkingarinnar að það eigi aldrei að lækka nokkurn einasta skatt.