148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[14:41]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég skal játa að ég ber virðingu fyrir því grundvallarprinsippi að ekki eigi að breyta kosningareglum skömmu fyrir kosningar. Ég nálgast það ekki af léttúð. En heildarmat mitt þegar allt er lagt á vogarskálarnar í ljósi þess að ég hef ekkert séð annað en að þetta sé vel framkvæmanlegt innan þeirra tímamarka sem hér eru, og þess að mér segir svo hugur að talsverð eftirvænting ríki gagnvart þessu hjá þeim hópi sem um ræðir, þá er það mitt heildarmat að ég mun styðja þetta mál óbreytt.