148. löggjafarþing — 44. fundur,  23. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[17:34]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að 2. umr. var með styttra móti, en það hefði verið þingmönnum í lófa lagið að taka þátt í 1. umr. og svo stendur þessi umræða yfir, en hún er orðin býsna langdregin og það er ekki margt nýtt sem hefur komið fram. Ég tel og ítreka það að málið sé tilbúið til atkvæðagreiðslu. Ég tel að minni hluti eigi ekki að taka sér vald til að koma í veg fyrir að meiri hluti þings geti ákveðið um afdrif þessa máls.