148. löggjafarþing — 44. fundur,  23. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[17:42]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þessa ræðu og er mjög ánægður að sjá að loksins tekur kona til máls en ekki einhver miðaldra karlmaður. Ég las Facebook-færslu um að hér væru bara miðaldra karlmenn með föðurlegt yfirlæti að tala þannig að ég gleðst innilega yfir þessu.

Þingmaðurinn fór yfir málið á mjög góðan hátt, kom reyndar ekki fram með umsagnir sveitarstjórna og dómsmálaráðuneytisins, en hvað finnst þingmanninum um það sem hefur komið fram í ræðum, þegar menn tala um að þetta skipti ekki svo miklu máli, þetta séu bara 3%, 9.000 manns, og svo séu þetta „bara“ sveitarstjórnarkosningar?