148. löggjafarþing — 44. fundur,  23. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[17:51]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, það er mjög einfalt svar. Jú, ég er sammála því. Mér finnst röksemd og ályktun Sambands íslenskra sveitarfélaga ætti að fá þingmenn hér í þessum sal til að hugsa hvort rétt sé að afgreiða þetta mál á þessum tímapunkti með það að augnamiði að breytingin taki gildi í næstkomandi sveitarstjórnarkosningum, sem eru eftir 60 daga. Mér finnst það mjög varhugavert. Mín helsta röksemdafærsla í þessu máli er að við hefðum átt að samþykkja breytingartillögu í gær sem fól í sér að gildistökunni yrði seinkað svo allir aðilar, bæði sveitarfélögin, menntamálayfirvöld og mögulega við hér á þinginu gætum farið yfir þær spurningar og þau sjónarmið sem upp kynnu að koma og verið viss um að við værum að vanda okkur og innleiða hér góð og vönduð lög.