148. löggjafarþing — 45. fundur,  9. apr. 2018.

skerðingar lífeyristekna hjá TR.

[15:38]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður sagði að þessar skerðingar hefðu verið afnumdar gagnvart eldri borgurum fyrir 18 mánuðum. Það er gríðarlega mikilvægt að við komumst af stað, ég vil ítreka það, og setjum kraft í þá vinnu sem lýtur að því að endurskoða almannatryggingakerfið gagnvart örorkulífeyrisþegum.

Ég get sagt það að nú á þessu vori og fram á sumar og næsta haust er áætlað að ráðuneytið setji allan kraft í það mál sem lýtur að örorkulífeyrisþegum, sem lýtur að bættum kjörum þeirra, sem lýtur að því að endurskoða almannatryggingakerfið á þeim grunni að innleiða starfsgetumat og m.a. afnema krónu á móti krónu skerðinguna samhliða því. Öll sú vinna sem þar fer fram, hvaða dagsetningar verða, hvaða upphæðir, hvar línur verða dregnar, er nokkuð sem mun koma í ljós í þeirri vinnu sem er að hefjast. Það er mjög erfitt að slá fram einhverjum ákveðnum hlutum hérna, nema að ég segi: Það er fullur pólitískur vilji til þess að sú vinna fari af stað og það er fullur pólitískur vilji (Forseti hringir.) til þess að út úr henni komi jákvæð niðurstaða fyrir örorkulífeyrisþega og að kjör þeirra verði bætt.