148. löggjafarþing — 45. fundur,  9. apr. 2018.

viðbrögð við fjölgun ferðamanna.

305. mál
[17:27]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Mig langar að gera landvörslu að umtalsefni og mikilvægi landvörslu allt árið. Og brýna stjórnvöld til að tryggja það að bæði gestastofur og landverðir séu til staðar og ekki síst í dreifðum byggðum þar sem umferð ferðamanna er lítil yfir veturinn. Þar skiptir akkúrat slík þjónusta enn meira máli, þ.e. þar sem þjónusta þeirra sem eru á markaði er ekki endilega opin yfir veturinn því að hún stendur ekki undir sér. Þá er mjög mikilvægt að einhver staður sé þar sem ferðamenn geta fengið upplýsingar, ráðgjöf og leiðbeiningar á ferðum sínum í misjöfnum veðrum ásamt upplýsingum um náttúruna.