148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:30]
Horfa

Forseti (Þorsteinn Sæmundsson):

Borist hafa átta bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum; á þskj. 260, um nefnd um framtíð Reykjavíkurflugvallar, frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur; á þskj. 337, um kostnað við Landeyjahöfn og Vestmannaeyjaferju, frá Birni Leví Gunnarssyni; á þskj. 392, um endurmenntun ökumanna farþega- og vöruflutningabifreiða, frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur; á þskj. 435, um fjárframlög til samgöngumála, frá Bryndísi Haraldsdóttur; á þskj. 495, um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra og ráðuneytisstjóra, frá Birni Leví Gunnarssyni; á þskj. 469, um jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta, frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur; á þskj. 471, um eiturefnaflutninga um Sandskeið og Hellisheiði, frá Ólafi Ísleifssyni; og á þskj. 472, um eiturefnaflutninga um íbúðahverfi, frá Ólafi Ísleifssyni.

Borist hafa þrjú bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum; á þskj. 237, um innflutning á hráum og ógerilsneyddum matvælum, frá Bjarna Jónssyni; á þskj. 384, um ráðherrabíla og bílstjóra, frá Birni Leví Gunnarssyni; og á þskj. 424, um starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra, frá Þorsteini Sæmundssyni.

Þá hefur borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 484, um störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Loks hefur borist bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 509, um lánafyrirgreiðslu fjármálastofnana, frá Njáli Trausta Friðbertssyni.