148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

lyfjalög.

427. mál
[16:57]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst varðandi lausasölulyfin þá hefur slíkt mál ekki verið á minni þingmálaskrá og ég sé ekki ástæðu til þess í sjálfu sér. Hvað varðar sölu og dreifingu á lyfjum þá er það eitt af því sem tekið er til skoðunar í heildarendurskoðun lyfjalaga.

En vegna þess að ég var kannski aðeins óljós í fyrra svari mínu við andsvari hv. þingmanns þá er það svo að þeir þættir sem hv. þingmaður spurði um koma ekki í nýju frumvarpi heldur í reglugerð sem kemur á grundvelli þeirra laga sem hér verða sett verði þetta frumvarp að lögum.