148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

dómstólar o.fl.

442. mál
[18:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þarf að ítreka spurninguna aðeins því hún snýst um það þegar endurupptökudómstóllinn hefur klárað málið og það er tekið upp á nýtt í dómskerfinu; í héraðsdómi, Landsrétti eða hvar sem það er. Hvort þar sé þá dómari sem var í endurupptökudómstólnum og kvað á um að það væru málefnalegar ástæður fyrir því að taka málið upp á nýtt og fær síðan málið inn til sín aftur sem dómari, t.d. hæstaréttardómari. Þeir eru nú ansi margir sem koma þar að. Bara það að hann sé í endurupptökudómstólnum gerir það ansi líklegt að viðkomandi sé líka einn af dómurunum sem tekur við málinu þegar það kemur aftur inn í dómskerfið.