148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[18:26]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna og þessar vangaveltur um spána og gildin. Fyrst vil ég segja að birtingarmyndin í lögum um opinber fjármál er að raungerast í þessu samtali og í framsetningu fjármálastefnu og fjármálaáætlunar þar sem við erum þó að ræða þetta og þau mikilvægu gildi sem eru sett fram í lögunum um opinber fjármál.

Ég vísaði til texta í ríkisfjármálaáætluninni. Ábendingar fjármálaráðs þessa efnis hafa þó leitt til þess að hér er betri kafli sem snýr að þessum gildum. Af því að við vorum að ræða hvort spáin gæti gengið upp erum við þó að fara að varfærnustu spánni sem er gefin. Sumar spár spá ívið meiri hagvexti þó að það sé ekki mikið. Ég held að ég geti bara ekki á þessum tíma farið í gegnum öll þessi gildi þótt ég gjarnan vildi.