148. löggjafarþing — 50. fundur,  16. apr. 2018.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[15:25]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Hönnu Katrínu Friðriksson og endurtaka furðu mína á því að dagskrárliður tvö, þ.e. skýrslubeiðni um vopnaflutninga, sé ekki á dagskrá dagsins í dag. Ég átta mig engan veginn á því. Þetta risastóra mál sem sprengdi hér fjölmiðla fyrir þó nokkuð löngu hefur verið að velkjast um í nefnd. Af hverju er verið að stöðva þessa skýrslubeiðni? Hvernig stendur á því að framkvæmdarvaldið getur mætt hingað inn og stöðvað svona nauðsynlega skýrslu? Hvers vegna er það samþykkt? Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál.

Svona aðeins til þess að reyna að leiðbeina forseta þá er bæði verið að senda þingmönnum tölvupósta og smáskilaboð um hitt og þetta varðandi fundi, varðandi það þegar atkvæðagreiðsla er hér í þingsal og svona, þannig að ég held að það væri bara bragur á ef við fengjum tölvupóst og mögulega smáskilaboð þegar miklar breytingar verða á dagskránni þannig að maður þurfi ekki að hafa tilfinningu (Forseti hringir.) fyrir hlutunum, eins og hv. þm. Birgir Ármannsson sagði, eða finna hlutina á sér.