148. löggjafarþing — 51. fundur,  16. apr. 2018.

lengd þingfundar.

[16:25]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég er í sjálfu sér ekkert á móti því að hér verði fundur framlengdur. Hins vegar gerði ég sjálfur ráðstafanir í kvöld vegna þess að ég áttaði mig ekki á að þingfundur yrði lengdur. Ef það hefði verið á hreinu fyrir fram væri ég sennilega ekkert að setja mig upp á móti því. En ég vil ekki venja mig á að leggja það á aðra þingmenn að vera hér til kvölds ef ég get ekki verið það sjálfur. Þess vegna greiði ég ekki atkvæði. Sömuleiðis vil ég árétta að þetta snýst um upplýsingamiðlun, ekki um hvort fundur er langur í dag. Í sjálfu sér ekki. Þetta snýst um vinnubrögð og upplýsingamiðlun. Svo því sé haldið til haga.