148. löggjafarþing — 51. fundur,  16. apr. 2018.

stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018--2029.

479. mál
[17:52]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef einkaaðili ákveður að taka ekki þátt eða óskar eftir því að vera ekki þátttakandi í þessu, er hann þá á einhvern hátt að fyrirgera rétti sínum til þess að sækja um einhvers konar styrki, fjármögnun eða hvað eina þess háttar af hendi ríkisins?