148. löggjafarþing — 55. fundur,  25. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[16:38]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér ræðum við frumvarp um strandveiðar. Ég er á græna takkanum þar á milli 2. og 3. umr. og er líka í atvinnuveganefnd sem er öll á málinu. Í frumvarpinu er öryggissjónarmið og á það að auka fyrirsjáanleika fyrir sjómenn að fá það í gegn.

Frumvarpið er ekki fullkomið. Í fullkomnum heimi hefði ég haft mínar efasemdir, en þetta er eins og formaður nefndarinnar kom inn á, tilraun sem tekin verður til skoðunar í haust. Ég er ekki hræddur um að sjálfbærni sé ógnað og það má alls ekki koma fyrir. Orðspor fyrir íslenskan sjávarútveg er viðurkennt með nýtingarreglum og aflareglum. Því verðum við að halda til haga. Öllu öðru er ég á móti, einhverju sem heitir sóknarmark eða einhverju slíku. Við erum með einn pott sem við veiðum úr og þar þarf að vinna eftir ráðgjöf vísindamanna.