148. löggjafarþing — 59. fundur,  3. maí 2018.

upptaka samræmdrar vísitölu neysluverðs.

135. mál
[14:49]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Það einkennir svolítið þær fáu stundir sem gefast í þingsal til þess að ræða þetta málefni, eins og hv. þingmaður vakti máls á í ræðu sinni, að hér er mjög áberandi fjarvera þingmanna nokkurra ágætra stjórnmálaflokka. Að undanskildum virðulegum forseta er enginn þingmaður Samfylkingarinnar hér, ekki einn. Það eru þó kannski fleiri en voru síðast, en verkin sýna merkin í þessu efni, áhuginn á málefninu er ekki mikill. En um leið verð ég að segja, virðulegi forseti, að það sýnir að sínu leyti áhugaleysi og skeytingarleysi um hag (Forseti hringir.) þeirra sem þurfa að búa við þetta fyrirkomulag.