148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

markaðar tekjur.

167. mál
[16:10]
Horfa

Frsm. fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Ólafi Þór Gunnarssyni andsvarið og það sem snýr að Framkvæmdasjóði aldraðra. Ég tek undir það með hv. þingmanni að þessi sjóður er mjög mikilvægur þegar kemur að uppbyggingu hjúkrunarheimila og hjúkrunarrýma; hans hlutverk algjörlega óumdeilt. Ég vil bara ítreka að við erum hér í raun að stíga skref í samræmi við lög um opinber fjármál, 51. gr. Það er áréttað mjög skýrlega að frumvarpið felur ekki í sér skerðingu á fjárheimildum. Engu að síður felst í þessu frumvarpi, verði það að lögum, að það fellur eftir sem áður undir fjárstjórnarvald Alþingis. Nefndin vildi bara tryggja að þessi umbúnaður og þetta hlutverk sem Framkvæmdasjóður aldraðra hefur verði áfram; að það verði alla vega engum vafa undirorpið að þær fjárveitingar sem Alþingi ætlar að leggja fram standi. Eftir sem áður er það Alþingis að leggja mat á umfang verkefna. Formleg ákvörðun um ráðstöfun fjármuna verður alltaf Alþingis.