148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

dagskrá fundarins.

[11:14]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Herra forseti. Ég vil nota tækifærið og óska Karli Gauta Hjaltasyni til hamingju með afmælið og þakka honum kærlega fyrir þessa ræðu sem hann flutti áðan. Ég tek undir þau orð sem hér hafa fallið um afgreiðslu velferðarnefndar á tveimur þingmannamálum. Annars vegar er mál Flokks fólksins sem hreinlega var stoppað í gær og hins vegar er málið sem ég flyt um staðarval á nýju þjóðarsjúkrahúsi sem hefur úrslitastund á morgun. Ég er forvitin að upplifa morgundaginn, ég veit ekki hvernig það mál fer. Mér skilst að það liggi fyrir samkomulag. Mér leikur forvitni á að vita hvort það samkomulag verður virt.