148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

dagskrá fundarins.

[11:15]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið þá hefur tekist með ótrúlegri lagni eða kannski bara einbeittum vilja að svæfa þessi réttlætismál sem Flokkur fólksins hefur verið að berjast fyrir. Hann var að svara kalli þeirra sem skarðastan hluta hafa borið frá borði. Ég vil sérstaklega vekja athygli á því máli sem um var rætt sem lýtur að því að afnema skattlagningu á styrki til kaupa á hjálpartækjum fyrir aldraða og fatlað fólk. Hvað skyldi nú hafa orðið um það?

Nefndarformaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði hvorki meira né minna í gær: Mér þykir það leitt, en ég gleymdi að óska eftir umsögn. Er þetta boðlegt, virðulegi forseti?