148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

frumvarp um veiðigjöld.

[14:22]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf):

Herra forseti. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur aldrei verið skýrari en einmitt nú. Rétt fyrir þinglok varpar hún sprengju inn á Alþingi um að skáka 3 milljörðum kr. til aðila sem búið hafa við yfirburðarekstrarskilyrði undanfarin ár, góðan hagnað og arðgreiðslur langt umfram veiðigjöld. Áður var það bankaskatturinn.

Það dugði ekki minna en að lækka hann og ekki um 20, ekki um 30, ekki um 40, ekki um 50, ekki um 60 — nei, meira en 60%, herra forseti. Það dugði ekki minna.

Það dugði ekki minna en að lækka bankaskattinn um meira en 60%, hv. þingmenn Vinstri grænna, sem nú standið að þessu á meðan þið girðið fyrir það að mál í þágu aldraðra og öryrkja komist hér úr nefndum. Þetta mega landsmenn vita. Þetta er flokkur sem á sér virðulega forsögu, meðal annars í verkalýðshreyfingunni. (Forseti hringir.) 1% lækkun á neðra þrepi tekjuskatts á að fara yfir allan skalann og nýtast líka þeim sem hafa hæstar tekjurnar. (Forseti hringir.)

Við vitum líka hvaða merkingu orðin „efling Alþingis“ hafa í huga (Forseti hringir.) stjórnarmeirihlutans hér. Þetta eru innantóm orð.