148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

frumvarp um veiðigjöld.

[14:33]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég lýsi eftir manndómi hæstv. sjávarútvegsráðherra, sem ekki þorir að leggja þetta frumvarp fram sjálfur, og hæstv. ríkisstjórnar að þora ekki að fjalla um það á ríkisstjórnarfundi og láta það í hendurnar á þinginu. Þegar ríkisstjórnin var gagnrýnd fyrstu dagana fyrir að hér væru komin saman þrjú sérhagsmunaöfl var þeim gjörsamlega misboðið. En hvað er að koma á daginn? Um hvað snýst þetta annað en sérhagsmuni? Nú óska ég eftir því að Vinstri græn komi til sjálfs sín. Vinstri græn? Hið græna er náttúrlega orðið móleitt á síðustu dögum þingsins og vinstrið — það er fokið út í veður og vind ef þau standa ekki í lappirnar núna og mótmæla þessu í ríkisstjórninni.