148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

tilkynning.

[15:16]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegum forseta virðist hafa orðið á í messunni og tímasett þessa atkvæðagreiðslu aðeins of snemma því það á eftir að klára ýmislegt áður en við getum metið hvort tilefni sé til að lengja þingfund. Aðalatriðið er að það á eftir að laga dagskrána. Það á eftir að sýna fram á að staðið verði við þau fyrirheit sem stjórnarandstöðu voru gefin fyrir hlé. Það á eftir að setja á dagskrána þau mál sem er brýnast að ræða og klára. Það er til lítils fyrir hæstv. forseta að ætla að halda þessa atkvæðagreiðslu nú um að lengja þingfund sem við vitum ekki hvort eigi að snúast um annað en svik ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans á því samkomulagi sem gert var fyrir hlé. Þess vegna hvet ég hæstv. forseta til að bíða með þessa atkvæðagreiðslu og klára fyrst að halda fundi með þingflokksformönnum og koma dagskrá þingsins í lag.