148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

tilkynning.

[15:26]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég ætla hér enn og aftur að minna á samkomulagið. Eða á ég frekar að segja meint samkomulag? Við þurfum að fá skýra verkstjórn. Nú, eins og staðan er, er hún ekki í augsýn. Þetta eru í besta falli furðulegir tímar, eða í versta falli, eftir því sem fólk vill melta þá setningu. Ég ætla að leyfa mér að taka undir með öðrum hér sem segja að engin ástæða sé til að halda hér langan kvöldfund ef ekki á að standa við gerða samninga.