148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[16:08]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mig langar aðeins að hugsa upphátt úr því menn eru farnir að gera það hér. Ég velti því fyrir mér að nú erum við að fá inn gríðarlega stórt mál þegar stutt er eftir af þingi. Það kemur inn eftir sveitarstjórnarkosningar og þess vegna hugsa ég upphátt: Getur verið að eftir helgi fáum við samgönguáætlun inn á okkar borð eftir sveitarstjórnarkosningar? Ég spyr eins og fleiri: Hvar er kjarkurinn? Það sem meira er: Hvar er samkomulagið?