148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[16:19]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegur forseti. Við greiðum hér atkvæði um hvort við eigum að vaka og hvort við eigum að gera okkur alveg sérstakt ómak og hanga hér fram á nótt til þess að færa útgerðarmönnum landsins gjafir upp á 3 milljarða. Ég sé ekki brýna nauðsyn til þess að gera það. Það er sérstaklega sláandi í dag þegar landsmenn fá álagningarseðlana sína að Alþingi sjái þá ástæðu til að færa slíkar gjafir. Ég leggst gegn þessu.