148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[16:21]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég væri með mikilli ánægju á græna takkanum ef við værum að fara að ræða eitthvað annað en það að gefa útgerðinni 3 milljarða á þessum tímum þegar ekki er hægt að fjármagna innviði, helstu nauðsynjar fyrir þá sem standa hallari fæti en við hér inni. Það er ótrúlega skemmtileg tilviljun að akkúrat núna á meðan við tökumst á um þetta birti ríkisskattstjóri lista yfir þá sem greiddu hæstu skatta á síðasta ári. Ég sé ekki betur en að á topp tíu séu fjölmargir sem núna er einmitt verið að gera vel við. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákveður að gera sérstaklega vel við þá sem þarna eru á lista þeirra sem hæstu tekjurnar hafa. Nú þurfa bara aðrir þingmenn, (Forseti hringir.) hv. þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að gera upp við sig hvort þetta sé sá hópur sem á að fá sérstakan forgang hjá þessari ríkisstjórn.