148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

Afbrigði um dagskrármál.

[16:48]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég var með nokkur orð tilbúin um það hversu afleitt það væri að taka þetta mál til meðferðar, en úr því að svona er í pottinn búið verð ég að segja að þetta mál er illa unnið. Það byggist á fullyrðingum annars vegar úr skýrslu frá Deloitte, sem er svo illa unnin að það nær engri átt. Það byggir líka á fálmkenndum fullyrðingum úr stjórnsýslunni. Þar að auki er ekki liðinn nægilega langur tími frá því að málið var lagt fram í snarheitum í gær. Á sama tíma voru önnur þingskjöl tilbúin en voru samt ekki lögð fram.

Ekki er liðinn nógu langur tími til þess að þetta gangi upp. Við eigum ekki að hleypa málum fram fyrir, sérstaklega ekki þingmannamálum, bara sisvona af því að það hentar einhverjum. Það gengur ekki. Við verðum að vinna hlutina töluvert betur þannig að (Forseti hringir.) auðvitað á ekki að leyfa þessa undantekningu núna.