148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

Afbrigði um dagskrármál.

[17:07]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Það er þetta sem við höfum verið að tala um í dag, það liggur fyrir að það þarf 60% þingmanna til að samþykkja að mál geti farið á dagskrá ef ekki eru liðnir fimm dagar, ef málið kemur fram eftir 1. apríl. Nú er búið að eyða mjög löngum tíma í þetta, hefur verið reynt að tala um fyrir forseta þingsins og þetta er ekkert að fara á dagskrá nema talað sé um það og samið um það við þingflokksformenn. Ef menn hafa áhuga á að þingstörfin gangi vel þarf forseti að tala við þingflokksformenn. Það er þess vegna sem í lögum um þingsköp er sérstaklega talað um, og tekinn frá tími í þingsköpum, í leikreglum þingsins, að forseti fundi með þingflokksformönnum. Annars er staðan svona. Þetta veit forseti, hann hefur verið lengi á þingi. Þetta er bara tímasóun. Forseti er ekki tilbúinn að setjast niður og finna leiðir til að miðla málum svo við getum unnið faglega hér. Þetta verður algerlega skrifað á forseta þingsins.