148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lokafjárlög 2016.

49. mál
[20:05]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Hér er bara ein lítil spurning af því að hér er verið að tala um lokafjárlög sem eru staðfesting á ríkisreikningi ársins 2016. Hv. þingmanni fannst tilefni til þess að draga það fram að ekki hefðu verið gerðar breytingartillögur.

Ég vil bara spyrja hv. þingmann: Hvaða svigrúm er fyrir breytingartillögum í lokafjárlögum sem eru fyrst og fremst til þess að staðfesta ríkisreikning sem er kominn fram? Er mikið svigrúm fyrir hv. fjárlaganefnd að gera þarna breytingar?