148. löggjafarþing — 68. fundur,  5. júní 2018.

vegur um Gufudalssveit.

[11:14]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og vonast til að þau orð sem hann segir hér standist. Ég hef fulla trú á að hann vinni áfram að þessu máli. En það er almenn samstaða Vestfirðinga um þessa vegaframkvæmd og þarf ekki að fá einhverja norska aðila til þess; það er nú samt allt í lagi. Gerð var könnun nýlega af Gallup meðal Vestfirðinga. Það eru tæp 90% á þessari leið. Það verður að eyða þeirri óvissu sem málið er komið í. Hugmyndir að þessari vegarlagningu eru löngu orðnar fullorðnar og Vestfirðingar eru orðnir mosavaxnir af að bíða eftir þessu.

En það er vonandi að þetta náist fram og að Vestfirðingar sjái að þetta sé að fara að gerast. Það er það sem skiptir máli. Ég veit að framkvæmdin tekur einhvern tíma. En ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin.