148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum.

293. mál
[18:18]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mig langaði bara til að koma upp og þakka fyrir ágæta lendingu í málinu. Ég fagna því að hér er ekki verið að refsa notendum frammistöðubætandi efna og að við séum að taka skref í átt að skaðaminnkunarúrræðum hvað þau mál varðar.