148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum.

293. mál
[18:21]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Eins og hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kom inn á er hér stigið skref í átt að skaðaminnkandi úrræðum, sem er afar jákvætt. Sneitt er hjá því að refsa notendum og fremur lögð áhersla á að þeir sem selja, framleiða og flytja inn slík efni beri ábyrgðina á alla vega þeim hluta vandans. Því segi ég já.