148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

skattleysi uppbóta á lífeyri.

649. mál
[15:31]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er afskaplega stolt af þessu máli. Ég er afskaplega þakklát fyrir þingheim, fyrir ykkur öll sem hafið stigið með okkur þetta farsældarskref í áttina að því að hjálpa 5.600 Íslendingum sem standa mjög svo höllum fæti. Þetta er réttlætismál og við höfum sýnt og sannað að við getum tekið saman höndum hvar í flokki sem við stöndum. Ég vil trúa því að þetta sé aðeins fyrsta skrefið á góðri og fallegri vegferð þar sem við komum til með að sýna og sanna fyrir fólkinu okkar að við erum hér fyrir það. Ég segi bara: Til hamingju öll. Mér finnst þið frábær.