148. löggjafarþing — 78. fundur,  12. júní 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[22:31]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hug þingheims til Landspítalans, til þjónustunnar sem þar er veitt, til starfsfólksins sem þar vinnur og þarfa þeirra sjúklinga sem þangað munu koma í framtíðinni. Þetta er fagnaðardagur fyrri spítalann og ég óska þingheimi til hamingju með atkvæðagreiðsluna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)