148. löggjafarþing — 78. fundur,  12. júní 2018.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

622. mál
[22:36]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég þakka forseta fyrir að vera ekki með einhverja brandara núna. Hins vegar verð ég að segja að það mál sem greiða á atkvæði um er ekki vel unnið. Það er búinn að vera allt of lítill tími. Þetta er skemmri skírn, það viðurkenna það allir, en samt á að hleypa því hér í gegn. Vegna hvers? Jú, vegna þess að Norðmenn og Liechtensteinar þrýsta á okkur og Evrópusambandið. Hvers konar ástand er þetta hjá okkur að vanda ekki betur til? Miðflokkurinn mun greiða atkvæði á móti þessu máli í heild, öllum tillögum, öllu saman, því að þetta mál á ekki að klára hér í dag.