149. löggjafarþing — 6. fundur,  18. sept. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019.

3. mál
[16:53]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að lýsa mig sammála þessari grunnhugsun hv. þingmanns. Það væri í sjálfu sér ekkert tjón af því að gera slík ákvæði annaðhvort varanleg eða lögbinda þau til lengri tíma. Það þarf ekki alltaf að vera til eins árs í senn. Með því gæti ýmislegt unnist. Menn eru sífellt að kaupa sér tíma. Það er enginn bragur á því að vinna þetta svona. Ég verð bara að taka undir það. En þetta er kannski ekki allt í mínum höndum, hvernig úr þessu spilast. Þetta eru oft á tíðum réttindi sem eru á málefnasviði ólíkra ráðuneyta, í þessu tilviki í velferðarráðuneyti. En þetta er góð ábending engu að síður.