149. löggjafarþing — 6. fundur,  18. sept. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019.

3. mál
[18:35]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef bara engin úrræði handa hv. þingmanni, hann er greinilega mjög hörundssár og það er bara eins og það er. Ég hef engu við þetta að bæta sérstaklega. Ég mundi nú gjarnan vilja leggja mitt af mörkum til þess að umræðuhefð hér væri vönduð og ábyrg og góð.

Ég er nú kannski ekki alveg handviss um að fyrsti maðurinn sem ég myndi leita til, varðandi leiðbeiningar í því efni, væri hv. þingmaður en ég er viss um að hann getur lagt þar margt gott til mála. Ég held að við getum verið sammála um það að vönduð og ábyrg umræða er það sem getur leitt okkur fram veginn.

Ég held að við getum verið sammála um það og kostað kapps um að það eftir því sem þörf gerist.