149. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2018.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

155. mál
[15:53]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil taka það fram að mér líst afar vel á þessa tillögu. En í tilefni af orðum hv. þm. Ólafs Ísleifssonar um heiti á ráðuneyti — að vísu talar hann ekki nógu skýrt, þannig að ég er að draga ályktanir og hann hefur tækifæri til þess að andmæla því sem ég segi nú. Ég vil segja það að mér finnst það bera vott um ákveðna framsýni og djörfung að taka upp heitið félags- og barnamálaráðuneyti. Þannig að ef það er það sem er verið að vísa til, sem ég veit ekki til fulls, þá get ég ekki tekið undir það. Ég styð hæstv. forsætisráðherra í því að sýna svona frumkvæði og djörfung í heiti á ráðuneyti og vísa þannig til þess að við Íslendingar viljum einmitt styrkja og styðja við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og við munum væntanlega gera það.