149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[12:29]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ef við erum á leiðinni í Evrópusambandið, erum búin að ákveða að stíga það skref, getum við verið með einhvers konar myntráð í millitíðinni. En ef við erum ekki á leiðinni þangað og ekki með bakhjarl eins og Evrópska seðlabankann eigum við ekki að taka þá áhættu.

Í mínum huga kemur aðeins tvennt til greina. Það er kannski af því að ég hef lesið hina löngu skýrslu Seðlabankans. Annaðhvort höldum við krónunni og reynum þá að miða efnahagsstjórn okkar við það og rammann í kringum hana, og tökum á okkur kostnaðinn, sem óumflýjanlegur er við að reka svona örsmáa mynt, eða þá að við tökum þá skynsamlegu ákvörðun að ganga í Evrópusambandið og vera í myntbandalagi með 500 milljónum manna.