149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

brottfall laga um ríkisskuldabréf.

210. mál
[15:57]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara leggja á það áherslu að með því að hér er verið að fjölga valkostum er fyrst og fremst verið að horfa til þess að útiloka ekki kosti sem í einhverjum tilvikum gætu talist hagkvæmari. Ég tel mikilvægt að það komi fram hér í umræðu um þetta mál að við erum að opna fyrir þann möguleika að taka lengri lán enda teljist það vera hagkvæmari kostur fyrir ríkissjóð. Ekki til þess að taka óhagkvæmari lán til lengri tíma heldur til þess að allir valkostir til fjármögnunar séu uppi á borðum. Eins og ég vék að í framsögu minni þá sjáum við ekki fyrir okkur að slíkur lengri lánstími verði nýttur nema hann sé hagkvæmari. Sé hann óhagkvæmari verði ekki látið reyna á þessa breytingu eða þá opnun sem hún felur í sér.