149. löggjafarþing — 23. fundur,  23. okt. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru.

222. mál
[21:08]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Vegna ummæla hv. þm. Guðmundar Andra Thorssonar um kennara er rétt að geta þess að í lögum sem varða kennara á öllum skólastigum eru sérákvæði, m.a. um að sá sem ráðinn er til slíkra starf megi ekki að hafa framið brot gegn kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Það er mjög skýrt. Það er ekki verið að breyta því með frumvarpinu, ekki frekar en ýmsum öðrum ákvæðum þar sem sérákvæði gilda. Frumvarpið sem slíkt tekur tillit til þess þar sem vísað hefur verið til uppreistar æru. Auðvitað eru sérákvæði víða á öðrum sviðum sem ekki er ástæða til að breyta vegna þess að þau hafa tekið á þeim vandamálum sem um er að ræða.