149. löggjafarþing — 25. fundur,  25. okt. 2018.

búvörulög og búnaðarlög.

17. mál
[19:24]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum andsvarið. Sannarlega eru bændur atvinnurekendur og sjá um sinn búskap sjálfir, en bændur hafa líka víðtækt hlutverk í því að viðhalda byggð landsins og eru sannarlega vörslumenn landsins og gæta menningar þjóðarinnar, ákveðinnar menningar sem við öll sækjum í, t.d. á haustin, og fjölskyldubúin eru hornsteinn byggðar um allt land. Hvernig má þetta hjálpa því að viðhalda byggðinni um allt land? Hvernig á hvert og eitt bú að standa fyrir samningsgerð við framleiðendur? Er ekki tilhneigingin sú að menn taka sig saman og koma sér þannig inn í samningsgerðina? — Þetta er allt of stuttur tími.

Þá langar mig líka til að koma því að með verðlagsnefndina. Vilja menn láta leggja hana niður? Við erum að greiða sama verð fyrir mjólk um allt land, var það ekki gert neytendum til hagsbóta? Hvernig kæmi það út (Forseti hringir.) fyrir neytendur?