149. löggjafarþing — 27. fundur,  6. nóv. 2018.

staða þjóðkirkjunnar og tengsl hennar við ríkisvaldið umfram önnur trú- og lífsskoðunarfélög.

280. mál
[14:13]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég fagna þessari skýrslubeiðni, enda er ég meðflutningsmaður þar. Ég held að upplýsingagjöf til þingsins sé af hinu góða. Þegar rætt er um aðskilnað ríkis og kirkju eru margir, m.a. kirkjunnar fólk, sem tala um að fullur aðskilnaður hafi þegar átt sér stað, búið sé að aðskilja ríki og kirkju og ekki séu tengsl þar á milli. Það svar kirkjunnar fólks segir mér að við verðum að skoða hver tengslin eru. Er búið að aðskilja? Hverjar hafa greiðslurnar verið? Hver eru hin lögbundnu hlutverk? Hvernig er staðan í dag eftir allan þennan tíma? Spurningar sem eru á skýrslubeiðninni eru þess vegna mjög réttmætar, spurt er út í þá samninga sem nú eru í gildi og hvaða greiðslur hafi átt sér stað. Það er ekki verið að leggja til að aðskilja ríki og kirkju heldur beðið um upplýsingar um stöðuna. Ég held að við hljótum öll að vilja fá (Forseti hringir.) þær upplýsingar upp á borðið.