149. löggjafarþing — 29. fundur,  8. nóv. 2018.

auðlindir og auðlindagjöld.

35. mál
[15:33]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrsta flutningsmanni okkar Miðflokksmanna, hv. þm. Sigurði Páli Jónssyni, fyrir þessa framsögu. Eins og fram kom í máli hans kemur þessi tillaga fram í beinu framhaldi af annarri tillögu sem snýr að því að skilgreina auðlindir. Við teljum að það sé mikilvægt skref sem stíga þurfi samhliða fyrri tillögum þar sem auðlindarétturinn er viðurkenndur núna. Ég tek sérstaklega undir að það er tímabært að við skilgreinum auðlindir Íslands. Mér finnst líka mjög mikilvægt að fram komi að ekki sé aðeins talað um að auðlindagjald verði lagt á eina atvinnugrein, þar er meira undir. Til að klára það sé einnig tekið fram að mótuð verði heildstæð stefna í málaflokknum og er sú tillaga sem nú er lögð fram liður í því.