149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:58]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Ólafur Ísleifsson) (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. formanni fjárlaganefndar, hv. þm. Willum Þór Þórssyni, fyrir andsvarið. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka honum fyrir góða forystu, að ég ekki segi góð fyrirliðastörf, á vettvangi fjárlaganefndar.

Það sem hann vekur máls á hér er auðvitað mjög þýðingarmikið. Hvar á vafinn að liggja? Ég held að svarið við spurningu hans um ósveigjanleika og annað af því tagi sé að það var náttúrlega gert hér stórátak við að búa til nýja umgjörð um ríkisfjármálin með þessum lögum og við hljótum að verða að freista þess að standa við þau (Forseti hringir.) í hvívetna eins og okkur er framast unnt. Það hlýtur að vera mitt svar við spurningu hv. þingmanns.