149. löggjafarþing — 34. fundur,  20. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:35]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka andsvarið frá hv. þingmanni. Ég held að við höfum sjaldan verið í betri færum núna einmitt til að fara í innviðauppbyggingu núna sem snýr að vegagerð og flugvöllum og slíkum þáttum í því umhverfi sem virðist vera að myndast í efnahagslífi þjóðarinnar. Ég held að þetta sé einstakt tækifæri í sjálfu sér. Við erum að verða skuldlítil, með litlar skuldir. Og hárrétt, það kostar að sinna ekki viðhaldi. Það hefur alveg komið fram.

Það hefur verið mjög algengt hjá opinberum aðilum, sem ég hef aldrei kunnað við, hvort sem það er ríkið eða sveitarfélög, að þegar það á að fara að spara þá er það gert í verklegum framkvæmdum en venjulega ekki í rekstrinum. Þá lendum við í svona stöðu. Það er svo auðvelt að sleppa framkvæmdunum en þá lenda menn í þessum vondu málum þar sem staðan er svona.